Aðstoðar eldri borgara í áhættuhópi

Skjáskot úr myndskeiði

Í erfiðum aðstæðum sér maður oft skýrar en nokkru sinni fyrr hvað býr í fólki, og hvað það getur verið magnað. Undanfarna mánuði höfum við orðið vitni að magnaðri samstöðu og ótakmarkaðri góðmennsku frá fólki úr öllum áttum, allt frá stórstjörnum til einstaklinga sem vilja ekki að láta nafns síns sé getið. Það er ekki sjálfgefið að sýna hugrekki og að gefa af sér þegar á reynir, en það verður þó verðmætara en nokkru sinni fyrr. Ég rakst á dásamlega frétt um póstsendil hjá USPS í Bandaríkjunum.

Póstsendillinn er strákur að nafni Kyle West og í daglegum ferðum sínum með póstinn hefur hann skilið eftir miða við heimili hjá eldri borgurum í hverfinu. Á þessum miðum segir hann að ef þau séu í áhættu og vanti aðstoð við að sækja nauðsynjavörur vilji hann glaður hjálpa þeim ásamt því að skilja eftir upplýsingar um hvernig þau geti náð í hann. Segir hann þetta sjálfsagt mál, að þetta sé hans fólk og að hann vilji standa með þeim.

Áfram samstaða og áfram Kyle!

DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um.

mbl.is