Skvísar svínið Stefaníu upp

Klæðskerinn og kjólameistarinn Selma segir að svínið Stefanía, sem stendur …
Klæðskerinn og kjólameistarinn Selma segir að svínið Stefanía, sem stendur fyrir utan Sæta svínið, sé ein af hennar bestu vinkonum í miðbænum en hún er hennar stærsti kúnni í dag. Ljósmyndir/Aðsendar

Ég heyrði í svo ótrúlega skemmtilegri konu núna um daginn sem fangaði athygli mína. Konan heitir Selma Ragnarsdóttir og er klæðskeri og kjólameistari. Hún hefur starfað við sérsaum, búninga- og sviðsfatahönnun í mörg ár, en hennar stærsti kúnni í dag er nefninlega svolítið óhefðbundinn og skemmtilegur. Það er nefninlega svínið Stefanía, svínastytta sem staðsett er fyrir utan veitingastaðinn Sæta Svínið í miðbænum. Svínið Stefanía hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtilegan skvísu klæðaburð og skiptir um outfit eftir árstíðum og tímabilum. Ég spjallaði aðeins við Selmu um þetta skemmtilega og óhefðbundna verkefni.

Stefánía fékk hlýja lopapeysu skreytta pallíettum og bjöllum síðasta haust.
Stefánía fékk hlýja lopapeysu skreytta pallíettum og bjöllum síðasta haust.

Selma hefur hannað allskonar dress á Stefaníu, frá diskósamfesting, landsliðs heilgalla, pride samfesting í regnboganslitum og jólasveinabúning með diskó ívafi. Síðastliðið haust fékk Stefanía hlýja lopapeysu skreytta pallíettum og bjöllum og nú með hækkandi sól er hún komin í sumarbúninginn, sem er bleikur glamúr sundbolur með tjullpilsi og hárband í stíl. Selma sagðist hafa ákveðið að setja hana í standsundbol vegna þess að Íslendingar eru víst ekki mikið að fara á erlendar sólarstrendur í sumar, og því ætlar Stefanía að koma með ströndina til þeirra.

Diskósamfestingur Stefaníu á dögunum vakti athygli.
Diskósamfestingur Stefaníu á dögunum vakti athygli.

Það tók sinn tíma að mastera sniðið á skvísuna, en í dag segist Selma vera búin að ná tökum á því. Hún segir þetta vera eitt af þessum hressandi verkefnum sem hún gerir og að hún njóti þess mjög að velta fyrir sér nýju útliti á Stefaníu þar sem hún reynir alltaf að stíga nokkur skref lengra í hvert skipti. Selma segir með sönnu að Stefanía sé ein af hennar bestu vinkonum í miðbænum. Hún vekur alltaf jafn mikla athygli, hefur lent á hinum ýmsu instagram síðum og það gleður Selmu mikið að Stefanía geti veitt gleði til þeirra sem ganga framhjá. Það er ótrúlega gaman að sjá hugrakkar tískuákvarðanir svínsins og getur það vel verið að þetta veiti innblástur í klæðaburði gangandi vegfaranda, enda skemmtilegra að þora að skera sig úr! Mér finnst þetta ótrúlega bjart og skemmtilegt verkefni og gerir heilmikið fyrir miðbæinn okkar. Áfram fjölbreytni í klæðaburði og helst nóg af glimmeri!

Stefanía styður íslenska landsliðið heilshugar.
Stefanía styður íslenska landsliðið heilshugar.
Stefanía er nú komin í sumarbúninginn.
Stefanía er nú komin í sumarbúninginn.

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist