Páskakrans úr smjördeigi

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Linn­ea Hellström er grænkeri af hug­sjón og mun senn opna veit­ingastaðinn Vega­næs við Tryggvagötu í fé­lagi við unn­usta sinn, Krumma Björg­vins­son. Hún seg­ir minnsta mál að snara fram hátíðarmat þó maður sé „veg­an“ og seg­ir hér aðeins frá lífstíln­um ásamt því að gefa einkar girni­leg­ar upp­skrift­ir, eft­ir hana sjálfa.

„Kransinn er fallegur aðalréttur á páskaveisluborði, hvort sem allur maturinn er vegan eða meðfram kjötmeti. Ég setti kransinn á snúningsdisk til að auðvelda aðgengið fyrir matargestina, með pestó-skál í miðjunni og salatið myndar svo umgjörðina. Kransinn má svo skera í sneiðar og njóta hvernig sem hver og einn vill, og hann passar frábærlega með kartöflum og sósu, rétt eins og hver annar kjötréttur,“ segir Linnea Hellström.

Sjúklega girnilegt.
Sjúklega girnilegt. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Páskakrans úr smjördeigi
 • 1 pakki smjördeig – 450 gr eða 6 plötur
 • 1 pakki hvítlauks og timjan Oumph! (280 gr) eða önnur vegan vara að eigin vali.
 • 250 gr silkitófú (má líka nota venjulegt, bara blanda það með smá vatni uns það verður mjúkt.)
 • 250 gr spínat
 • Rifinn börkur af 2 sítrónum
 • 4 skallottulaukar
 • 1 hvítlaukur
 • 1 dl rifinn vegan-ostur að eigin vali. (Ég notaði Violife original)
 • ½ dl pestó (sjá uppskrift, eða kaupið tilbúið vegan pestó)
 • 3 msk næringarger (e. nutritional yeast)
 • ½ tsk múskat
 • 1 tsk timjan
 • Nokkur kramin einiber
 • Ólífuolía til steikingar og penslunar
 • Jurtamjólk til penslunar
 • Sjávarsaltflögur og pipar

Aðferð:

1. Forhitið ofninn í 200 gráður

2. Steikið Oumph! með skallottulaukum og hvítlauk þangað til mjúkir og lítillega brúnaðir. takið af hita og látið kólna.

3. Setjið spínatið í stórt sigti og hellið soðnu vatni yfir. Látið mýkjast í nokkrar mínútur. Þerrið létt og saxið svo spínatið smátt.

4. Myljið tófúið með öllum innihaldsefnunum og endið á því að blanda Oumph! og spínati saman við. Smakkið til með salti og pipar.

5. Skerið þiðnaðar smjördeigsplöturnar hornrétt í þríhyrninga. Klæðið bökunarplötuna með smjörpappír og setjið litla skál í miðjuna. Leggið svo smjördeigsþríhyrningana í hring, eins og sólargeisla frá miðjunni, svo eitt lagið vísi út frá miðju en hitt innávið.

6. Notið matskeið til að setja fyllinguna á miðjuna í smjördeigshringnum og mótið í einskonar hringlaga pylsu, áður en annar hver deigþríhyrningur er lagður yfir fyllinguna að miðjunni, eins og fléttukrans.

7. Látið kólna í 20 mínútur. Ef tíminn er naumur má sleppa þessu þrepi, en hleifurinn þéttist við þetta og fær betri áferð.

8. Sláið saman ½ dl jurtamjólk, smávegis af næringargeri og skvettu af ólífuolíu og penslið kransinn í bak og fyrir. Sáldrið yfir hann rifnum vegan-osti, timjan, salti og pipar.

9. Bakið í u.þ.b. 40 mínútur (getur verið misjafnt eftir ofnum) og látið kólna örlítið áður en borið fram.

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Pestó
 • 2 dl pekanhnetur
 • 1 dl möndlur
 • 200 g arugula salat
 • 50 g / 1 pakki basilíka, eða steinselja
 • Safi úr 2 sítrónum
 • ½ hvítlaukur
 • 2 msk næringarger
 • 3 msk ólívuolía
 • Sjávarsalt & pipar

Maukið með slætti í blandara uns æskilegri þykkt er náð. Smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »