Er brauð í alvöru jafn slæmt og sykur?

Gunnar Már Sigfússon, ketó meistari með meiru.
Gunnar Már Sigfússon, ketó meistari með meiru.

Ein algengasta spurning þeirra sem taka upp ketó mataræði er hvort brauð sé jafn slæmt og sykur. Gunnar Már Sigfússon, höfundur bókarinnar um ketó mataræðið sem er að gera allt vitlaust þessa dagana, svaraði spurningunni fyrir okkur.

Gunnar segir að þetta sé klassískt dæmi um já og nei spurningu. „Þetta fer algerlega eftir því á hvað er horft. Ef við byrjum á að bera þetta tvennt saman næringarlega séð eru þetta tvö afar ólík hráefni og svarið er því nei. Ef við tökum heilhveitibrauð sem dæmi er það margfalt næringarríkara en sykur, sem er nánast algerlega næringarsnauður, og lítur því illa út í hvaða samanburði sem er. Ef við aftur á móti skoðum það sem ketó mataræðið gengur út á, sem er að ná jafnvægi í blóðsykurinn og þar með orkuna, þá kveður við allt annan tón. Ef við berum saman blóðsykurstuðul sykurs (súrkrósa) og heilhveitibrauðs, er brauð með hærri blóðsykurstuðul en hveiti. Brauð er því næringarríkara en sykur en hefur örlítið meiri og verri áhrif á orkuna, matarlystina og sykurlöngunina.“

mbl.is