Segir ketó hafa gjörbreytt andlitinu á sér

mbl.isk/Instagram

Ketó getur haft margvísleg og afar jákvæð áhrif á heilsuna eins og kunnugt er en einn helsti talsmaður lífstílsins, Jenna Jameson, birti á dögunum mynd af andlitinu á sér frá því áður en hún byrjaði á ketó og síðan nýlega mynd. 

„Ég hef aldrei rætt það sérstaklega hversu mikið ketó hefði haft áhrif á bólgur í líkamanum á mér. Ekki bara hef ég lést gríðarlega heldur hafa áhrif þess að borða hreinan mat verið mikið á húðina. Ég er miklu minna þrútin."

Jenna bætti því jafnframt við að hana verkjaði ekki lengur í liðina og það væri engu líkara en að klukkan gengi í öfuga átt.

mbl.is