Eldhúsið hjá einum frægasta kokki heims

Tom Colicchio og Lori Silverbush.
Tom Colicchio og Lori Silverbush. mbl.is/

Það er alltaf gaman að sjá hvernig matreiðslumenn hanna sín eigin eldhús og hér fáum við einstaka sýn á eldhús hin eina sanna Tom Colicchio sem er sjálfsagt best þekktur fyrir að dæma í Top Chef. 

Colicchio og eiginkona hans, Lori Silverbush, keyptu nýverið sexhundruð fermetra hús á fjórum hæðum sem þau tóku í gegn. Eldhúsið var töluverður höfuðverkur og eftir að hafa skipt um skoðun 43 sinnum tóku þau loks ákvörðun sem þau sjá ekki eftir. 

Eldhúsið er opið og bjart. Eldavélinn er sannkallað listaverk og …
Eldhúsið er opið og bjart. Eldavélinn er sannkallað listaverk og vinnuplássið er til háborinnar fyrirmyndar. mbl.is/
Borðstofan er opin og stílhrein. Borðstofuborðið rúmar tíu gesti með …
Borðstofan er opin og stílhrein. Borðstofuborðið rúmar tíu gesti með góðu móti en það væru sjálfsagt margir til í að vera boðnir í mat til meistarans. mbl.is/
mbl.is