Hundur í yfirvigt út af snakkáti

Þetta er Skylar - hún elskar allan mat og þá …
Þetta er Skylar - hún elskar allan mat og þá sérstaklega snakk og ostagott. mbl.is/Caters News Agency

Það eru fleiri með ást á mat en við mannfólkið. Hundurinn Skylar er mikill sælkeri, en það sést greinilega á vigtinni þar sem hún vegur nánast tvöfalt það sem hundar af hennar kyni gera. Hún er komin í megrun og er á leið í keppni.

Það eru krúttlegu hvolpaaugun sem eiga sinn þátt í ofátinu, því Mandy Hannigan eigandi Skylar, segist alltaf hafa átt erfitt með að neita henni um mat. En Skylar elskar ekkert meira en brauðenda með osti og fer létt með að skófla í sig osta Doritos snakkpoka.

Mandy segir að þegar hún fékk Skylar sem lítinn hvolp hafi hún verið óvenju rýr en hún hafi verið dugleg að borða og stækka. Annar hundur er á heimilinu sem sé fremur matvandur og oftar en ekki endaði Skylar með að borða matinn hans líka. Nágranninn hefur einnig verið að gefa henni mat en það er búið að taka fyrir það núna þar sem heilsu Skylar er ógnað sakir yfirþyngdar.

Mandy er ákveðin í að snúa við blaðinu fyrir hundinn Skylar og hefur skráð hana í PDSA eða Pet Fit Club competition, til að ná henni aftur niður í kjörþyngd. Hér eftir verða snakkbitarnir í gulrótaformi og göngutúrar daglega í klukkutíma eða tvo.

Eigandi Skylar fer ekkert ofan af því að hundurinn hennar sé mjög ákveðinn þegar kemur að mat og leitar allra leiða til að verða sér út um slíkt. Um jólin náði hún á snilldar hátt að þefa uppi box af Ferrero Roches súkkulaðimolum sem voru faldir með nokkrum jólagjöfum – „brjóta sér leið“ í gegnum boxið sjálft og borða alla molana. Sem betur fer varð Skylar ekki meint af.

Hvernig er hægt að neita þessum augum um eitthvað!
Hvernig er hægt að neita þessum augum um eitthvað! mbl.is/Caters News Agency
Skylar með eiganda sínum Mandy Hannigan. Framundan hjá þeim er …
Skylar með eiganda sínum Mandy Hannigan. Framundan hjá þeim er breyttur lífsstíll - göngutúrar og gulrótarsnakk. mbl.is/Caters News Agency
mbl.is