Ætlar að gefa heila fermingarveislu

Konan sem er flinkari en flestir í veisluhaldi ætlar að gefa einum heppnum fylgjanda sínum ígildi heillar fermingarveislu.

Við erum að sjálfsögðu að tala um hana Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem gaf fyrir jólin út veisluhandbókina sem mun leiða lesendur í gegnum grýttar lendur veisluhalds.

Leikurinn hefur heldur betur slegið í gegn hjá Berglindi en fleiri þúsund manns hafa skráð sig til leiks enda heildarverðmæti vinninga vel yfir tvö hundruð þúsund krónur.

Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu er Veislubókin mögulega gagnlegasta (og um leið fallegasta) bók sem við höfum séð og ætti að vera skyldueign í hverju eldhúsi. Í henni er farið í gegnum allar helstu tegundir veislna; hvað beri að hafa í huga, hvernig sé hægt að vera sem hagkvæmastur, undirbúa sig í tíma, hvað þurfi að gera auk allra uppskriftanna sem fylgja með — meðal annars að fermingarkökum, kransakökum, brúðartertum og skírnarkökum.

Bókin er á tilboði þessa dagana og hægt er að nálgast hana HÉR.

mbl.is