Sophia Bush tók eldhúsið í gegn með Elle Decor

Eyjan er ansi vígaleg.
Eyjan er ansi vígaleg. Skjáskot/Elle Decor

Það er alltaf gaman að fylgjast með því þegar heimili eru tekin í gegn. Þá ekki síst þegar um er að ræða hús sem eru komin til ára sinna og þarfnast yfirhalningar.

Leikkonan Sophia Bush tók hús sitt í gegn í samstarfi við Elle Decor og er útkoman algjörlega frábær. Þar sem áhugi matarvefjarins liggur nær alfarið í eldhúsum og nærliggjandi svæðum erum við hér með myndir af einstaklega vel heppnuðu og stílhreinu eldhúsinu hjá Bush en mesta athygli vekur fjögurra metra löng eyja. Annað sem við elskum er hurðin út á verönd en hægt er að opna úr eldhúsinu út.

Hægt er að skoða húsið í heild sinni HÉR og sjá myndband af framkvæmdunum.

Sophia Bush hér í eldhúsinu.
Sophia Bush hér í eldhúsinu. Skjáskot/Elle Decor
Skjáskot/Elle Decor
mbl.is