Bæta við sig fjölda sendla

Ljósmynd/Facebook

Domino's hefur auglýst að fyrirtækið ætli að bæta við sig sendlum þar sem umtalsvert meira er að gera í heimsendingum nú en vanalega. Í gær birtist tilkynning á samfélagsmiðlum Domino's þar sem fólki var boðinn sá möguleiki að fá pizzu senda heim og hún yrði skilin eftir við dyrnar enda margir í sóttkví og á sá fjöldi væntanlega eftir að aukast á komandi dögum og vikum. 

Nauðsynlegt er að viðkomandi sé frábær ökumaður og hafi hæfileika til að koma heitum og fallegum pítsum til viðskiptavina — eins og segir í auglýsingunni en hægt er að nálgast auglýsinguna HÉR.

mbl.is