Skilaboð til þeirra sem þvo oftast á 30°-40°

Á hvaða hitastigi þværð þú vanalega?
Á hvaða hitastigi þværð þú vanalega? mbl.is/Colourbox

Ef þú þværð þvottinn þinn iðulega á 30°-40° getur verið að þú þurfir að endurskoða þau mál – því þvottavélin þín iðar mögulega af bakteríum.

Hversu oft þrífur þú þvottavélina? Það er mælst með að þrífa vélina í það minnsta fjórum sinnum yfir árið, og jafnvel oftar.

Sérfræðingur frá Whirlpool, Vardan Gevorgyan, segir að flestir noti þvottaprógram á 30°-40° sem er fullkomin gróðrarstía fyrir bakteríur til lengri tíma – og á endanum byrjar vélin að lykta. Bakteríur eiga það til að setjast að í ysta hring tromlunnar sem oftast er úr plasti. En hjá þessu megi auðveldlega komast.

Besta leiðin til að halda vélinni í góðu ásigkomulagi er að setja tóma vélina af stað á bómullarprógrammi við 90°-95° hita. Þetta máttu gera endrum og sinnum. Sumar þvottavélar eru með hreinsiprógram sem er hin mesta snilld og því enn auðveldara að nýta sér það. En áður en þú byrjar er gott að þrífa aðeins með blautum klút gúmmíhringinn sem stendur fremst við tromluna. Og það sama gildir um glerið í lokinu sjálfu og sápuskúffuna.

Vardan Gevorgyan vill meina að það geti haft slæmar afleiðingar ef við þrífum ekki þvottavélina. Óhreinindi geta hindrað vatnsflæðið í vélinni, sem getur síðan leitt til þess að hálfgert „flóð“ myndist – og þið getið ímyndað ykkur að það er ekki hreint vatn sem flýtur þar um. En það mikilvægasta er að þú lengir líftíma þvottavélarinnar og sparar peninga.

Þessi kona er eflaust að athuga hvort þvottavélin hennar sé …
Þessi kona er eflaust að athuga hvort þvottavélin hennar sé ekki orðin tandurhrein. mbl.is/Colourbox
mbl.is