Sumac kominn með sækimöguleika - veitingahús bregðast við breyttum aðstæðum

Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX.
Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mörg af vinsælustu veitingahúsum landsins hafa tekið upp á það ráð að bjóða upp á sækimöguleika. Það þýðir að þú getur bókstaflega fengið matinn af veitingastaðnum heim til þín.

Þessi nýjung er í beinu framhaldi af þeim aðstæðum sem skapast hafa og segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Sumac og ÓX að það sé lítið annað að gera en að horfa á þetta jákvætt.

„Mæli með því að allir styðji sína uppáhaldsveitingastaði með því að taka með sér mat frá þeim. Það eru allir staðir með take away-þjónustu. Við stöndum í þessu öll saman."

Hægt er að panta take away HÉR.

Sumac.
Sumac.
mbl.is