Tilboð ársins fyrir matgæðinga

Ljósmynd/Fjallkonan

Veitingastaðir eru að gera ýmislegt spennandi þessa dagana til að vinna upp á móti skelfilegum afleiðingum kórónuveirunnar á viðkvæman rekstur þeirra.

Meðal þessara fyrirtækja eru veitingahúsin Apótekið, Fjallkonan, Sushi Social, Sæta svínið og Tapas barinn en þau bjóða öll upp á 30% afslátt af gjafabréfum og 25% afslátt af mat sem sóttur er. Ljóst er að hægt er að gera góð kaup um þessar mundir og um leið styðja fyrirtæki sem finna meira fyrir áhrifum kórónuverunnar en almennt gerist.

hlekkur


mbl.is