Kaffidrykkurinn sem er að gera allt vitlaust á TikTok

Ljósmynd/TikTok

Ef þið eruð ekki með TikTok eruð þið að missa af miklu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Eitt heitasta trendið þar núna er þessi kaffidrykkur sem lítur frekar vel út.

Auðvitað gætum við sælkeranaggarnir betrumbætt hann ögn og notað til dæmis alvörukaffi í staðinn fyrir skyndikaffi og kannski hollari sykur en þann hvíta en þegar þorri heimsbyggðarinnar er í sóttkví (eða á leiðinni) er eins gott að hafa eitthvað til að dunda sér við.

@newt120

Dalgona Coffee 😳👌🏼☕️ ##foryou ##fyp

♬ original sound - newt120

 og já... Daði er á TikTok:

@dadimakesmusic

Daði og Gagnamagnið dance challenge!

♬ Think About Things - Daði Freyr
mbl.is