Svona lagar þú ost heima hjá þér

Nú er það svart
Nú er það svart Kristinn Magnússon

Nú þegar margir eru í sóttkví og aðrir halda sig umtalsvert meira heimavið sakir samkomubanns er ágætt að hafa eitthvað við að vera í eldhúsinu og því ekki úr vegi að læra hvernig á að búa til osta.

Guðrún í Kokku er með þetta á hreinu eins og flest annað en hún sagði okkur að fyrsti osturinn sem hún hafi lagað sjálf hafi einmitt verið ferskostur eins og hér er uppskrif að. „Þeir eru ákaflega einfaldir og það er hægt að gera þá í hvaða potti sem er. Það eina sem þú þarft er mjólk, edik og sítróna. Minni fyrsti ostur var einmitt ferskostur en í þá daga var ekki hægt að kaupa ricotta-ost úti í búð. Auðvitað er líka hægt að kaupa sérlegt ostagerðarsett en pottur dugar vel.

Sé ostagerðarsettið notað þá er örbylgjuofninn notaður en uppskriftin er einföld:

Einfaldur ferskostur

  • 1 lítri mjól
  • 1 ½ msk. edik
  • 2 msk. sítrónusafi

Þetta er sett í örbylgjuofn í 1-2 mínútur á 800 wött. Látið blönduna kólna og hellið síðan í gegnum sigti og látið standa uns osturinn er tilbúinn.

Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku.
Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku. Eggert Jóhannesson
mbl.is