Níu matvörur sem renna aldrei út

Hvít hrísgrjón geymast í tugi ára eftir skráðan síðasta söludag.
Hvít hrísgrjón geymast í tugi ára eftir skráðan síðasta söludag. mbl.is/iStockphoto

Við hendum ógrynni af mat í ruslið ár hvert og kannski of miklu. Allar matvörur eru stimplaðar með síðasta söludegi sem þó stenst ekki alltaf.

Hrísgrjón

Rannsókn var gerð í Háskólanum í Utah á því hversu lengi hvít hrísgrjón gætu haldið næringarefnum sínum og bragði – og útkoman var sláandi. Hvít hrísgrjón geta haldið sér í 30 ár í lofttæmdum umbúðum og þá ekki í hærri hita en 4-5° en brún hrísgrjón endast einungis í sex mánuði.

Niðursoðnar vörur

Dósamatur getur haldið sér tvöfalt lengur en stendur á dósinni, alveg í nokkur ár til viðbótar. Þá má dósamaturinn ekki standa undir beinu sólarljósi, heldur á dimmum og svölum stað, t.d. inni í búrskáp. Maturinn gæti misst eitthvað af bragðinu með tímanum en þú mátt vel borða hann.

Sælgæti

Vörur sem innihalda mikinn sykur haldast yfirleitt í mörg ár og því máttu vel raða í þig hlaupböngsum og lakkrís þó að síðasti söludagurinn sé upprunninn. Þetta á ekki við um súkkulaði, en það finnst fljótt á bragðinu.

Marmelaði

Hér gildir það sama og með sælgætið – mikið sykurinnihald. Því má gæða sér á gömlu marmelaði svo lengi sem krukkan er óopnuð.

Hunang

Hunang er ein af þeim matvörum sem geta haldist til lengri tíma og þar getum við þakkað býflugunum fyrir. En hunangskrukkan þarf að vera lofttæmd til að hunangið haldi sér.

Salt

Það kemur eflaust engum á óvart að salt tilheyrir þessum flokki. Í raun var salt notað hér áður til að lengja líftíma annarra matvara.

Sykur
Enn og aftur þarf að huga að því hvernig hráefnið er geymt og það í lofttæmdum ílátum. Ef sykurinn byrjar að hlaupa í kekki skaltu íhuga að skipta honum út.

Soja 

Út af miklu saltmagni sojasósu getur hún eiginlega ekki runnið út. Svo lengi sem þú geymir sósuna í ísskáp og manst eftir að setja tappann vel á eftir notkun.

Áfengi

Því hærri sem alkóhólprósentan er í drykknum því hreinna er áfengið af bakteríum. Þegar þú hefur opnað flöskuna berast loft og bakteríur í drykkinn sem mun hafa áhrif til lengri tíma. Því geturðu geymt óopnaða flösku í langan tíma en ekki taka sénsinn með opnaðar flöskur.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/Isabellas
mbl.is