Vodkaframleiðandi framleiðir handspritt

Ljósmynd/Tito´s

Við sögðum ykkur fréttir af því um daginn að vodkaframleiðandinn Tito´s hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem fólki var ráðlagt frá því að nota vodkann frá þeim í handspritt. Ástæðav var sú að handspritt þarf að vera að innihalda að minnsta kosti 60% áfengismagn en hefðbundinn vodki er eingöngu 40% sem dugar ekki til að sótthreinsa almennilega.

Nú hefur Tito´s hins vegar ákveðið að venda kvæði sínu í kross í ljósi þess að þörf er á handspritti og hefur hafið framleiðslu á sótthreinsivökva. Fyrirtækið hefur jafnframt tilkynnt að til standi að gefa þeim vökvann sem á þurfi að halda og það sé framlag fyrirtækisins til að reyna að stemma stigu við kórónaveirufaraldrinum.

Ljósmynd/Tito´s
mbl.is