Besta leiðin til að frysta banana

mbl.is/Getty Images

Vissir þú að það er afskaplega góð hugmynd að frysta banana? Þá eigum við ekki bara við eldgamla banana á dánarbeðnum sem þú ætlar að nota í bananabrauð einn góðan veðurdag (en gerir ekki og munt henda næst þegar þú tekur frystikistuna í gegn sem verður aldrei).

Allavega er snjallt að frysta banana og besta leiðin til þess að framkvæma það er þessi:

Afhýddu bananann. Það er fátt í lífinu leiðinlegra en að þíða frosinn banana. Við hvetjum þig til að prófa ef þú ert að farast úr leiðindum.

Skerðu bananana í sneiðar. Ekki of þunnar samt. Svona tveir sentimetrar er fullkomin þykkt.

Raðaðu banönunum. Besta leiðin er að raða banönunum upp til þess að þeir fari betur í frystinum og taki ekki allt pláss í heiminum. Það fer betur með þá.

Frystu bananana í loftþéttum umbúðum. Það er bara betra  enda viltu ekki að þeir verði brúnir (áður en þeir frjósa) eða loftloðnir (það er alvöruorð).

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is