Fundu þurrger í 500 g pakkningum

Saf-instant gerið fæst í Hagkaup og kosta 500 g 549 …
Saf-instant gerið fæst í Hagkaup og kosta 500 g 549 krónur. mbl.is/

Mikil örvænting hefur gripið um sig meðal bakara landsins þar sem þurrger er uppselt á landinu. Reyndar er vandamálið útbreiddara en svo því heimildir herma að þurrger sé að verða uppselt um alla álfuna enda fólk greinilega duglegt við að baka heima í samkomubanninu.

Útsendari matarvefjarins fór á stúfana í morgun og greip í tómt í bæði Krónunni og Nettó. Þá hvíslaði ónefnd kona fremur laumulega (í tveggja metra fjarlægð) að hún hefði haft spurnir að því að til væri þurrger í 500 g pakkningum í Hagkaup í Spönginni. Það hefði komið á hádegi í gær en hún vissi ekki hvort það væri enn til.

Því var rakleiðis haldið í Hagkaup á Eiðistorgi þar sem ananas var ávöxtur mánaðarins!!! og töluvert reyndist til af gerinu góða. Matarvefurinn er því vel settur af þurrgeri og getur haldið áfram að baka eins og vindurinn.

Samkvæmt nýjustu heimildum er einnig hægt að fá ger í Fjarðarkaup.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is

Bloggað um fréttina