Ullarkúlur sem breyta þvottinum þínum

Ullarkúlurnar sem eru að slá í gegn í þvottahúsum bæjarins.
Ullarkúlurnar sem eru að slá í gegn í þvottahúsum bæjarins. mbl.is/Humdakin

Þvottahúsið er ekki uppáhald allra – en við erum sannfærð um það að húsverkin verða ögn skemmtilegri þegar þú notar hágæðavörur eins og þær sem finnast frá Humdakin.

Stefna Humdakin er að sameina fallega hönnun og hreingerningu. Þeir bjóða upp á gæðalegar vörur, fallegar umbúðir og vörur sem ilma dásamlega — en umfram allt eru þær umhverfisvænar.

Meðal nýlegra vara Humdakin eru svokallaðar ullarkúlur sem virðast slá í gegn, sama í hvaða þvottahús þær rata. Þú sparar bæði tíma og peninga með þessari snilld. Ullarkúlurnar eiga að fara í þurrkarann, en þær draga úr þurrkunartíma og fjarlægja brot sem oft myndast í þvottinum í þurrkaranum. Kúlurnar eru framleiddar úr 100% ull og duga í allt að þúsund skipti. Eins er til þvottasápa og mýkingarefni, sem og sápa fyrir ullar- og kasmírblöndur. Humdakin-vörurnar fást í Epal.

Ullarkúlurnar eiga að stytta þurrkunartímann og draga úr krumpum í …
Ullarkúlurnar eiga að stytta þurrkunartímann og draga úr krumpum í þvottinum. mbl.is/Humdakin
Vörurnar frá Humdakin eru allar umhverfisvænar.
Vörurnar frá Humdakin eru allar umhverfisvænar. mbl.is/Humdakin
mbl.is