Svona færðu baðherherbergið til að ilma betur

Með því að setja ilmolíu innan í salernisrúlluna, þá mun …
Með því að setja ilmolíu innan í salernisrúlluna, þá mun baðherbergið þitt ilma sem aldrei fyrr. mbl.is/Colourbox

Með einföldu trixi mun baðherbergið þitt alltaf ilma vel – án þess að sterk hreinsiefni komi þar nálægt.

Það kemur eflaust engum á óvart að baðherbergið er ekki staðurinn sem lyktar yfirleitt best í húsinu, en hér mun klósettpappírinn koma að góðum notum til að rýmið ilmi vel.

Svona færðu baðherbergið til að ilma

  • Eina sem til þarf er klósettpappír og ilmolía.
  • Passið að velja góða olíu sem þú færð ekki nóg af. Sumir vilja sítrónuilm en aðrir kjósa meira róandi olíur eins og lavender.
  • Taktu klósettrúlluna og settu fimm dropa innan í sjálfa rúlluna (brúnu papparúlluna). Það er mjög mikilvægt að olían fari ekki á sjálfan klósettpappírinn.
  • Leyfðu olíunni að taka sig í nokkrar mínútur og settu rúlluna aftur á sinn stað.
  • Í hvert skipti sem þú dregur pappír af rúllunni, mun ilmurinn dreifast um baðherbergið.
mbl.is/Colourbox
mbl.is