Af hverju ilmar þvotturinn betur utan af snúru?

Ljósmynd/Colourbox

Við getum öll verið sammála um að þvottur sem þurrkaður er utandyra ilmar dásamlega, og við hreinlega verðum að lyfta honum upp að nefinu og draga djúpt andann. Allur þessi ferskleiki sem hefur fest sig í flíkunum er ómótstæðilegur. Þvottur sem látinn er þorna úti á snúru – ilmar hann sem sagt betur en sá sem þurrkaður er inni í húsi? Það er eitthvað í loftinu sem gefur þennan ferska ilm og með hækkandi sól förum við að skella öllum nýþvegnum þvotti út á snúru.

Fötin draga í sig agnir úr loftinu

Þvottur sem hangir úti á snúru dregur í sig agnir sem þyrlast um í loftinu, en þessar agnir geta verið allt frá frjókornum, ryki eða jafnvel mold. Agnirnar lykta misjafnlega og því skiptir máli hvar þú lætur þvottinn þinn þorna. Barrtré geta til að mynda haft mjög jákvæð áhrif á þvottinn þar sem ilmurinn af þeim er mjög ferskur.

Sólargeislar geta útrýmt slæmri lykt

Önnur ástæða fyrir góðri lykt af fötunum er sólargeislarnir, sem hálfpartinn sótthreinsa fötin eða svona næstum því. Það skiptir þó ekki máli hvort þvottur sé látinn þorna í skugga eða í sól – hann verður alltaf jafn ferskur.

Ilmurinn af fersku lofti

Önnur vísbending sem getur útskýrt fyrir okkur vel ilmandi þvott er að í andrúmsloftinu finnast náttúruleg efnasambönd, „PAN og PNN“, sem gefa frá sér ilm sem minnir á nýþveginn þvott.

Uppgufun

Síðasta skýringin gæti falist í uppgufunarferlinu, þegar vatnið gufar upp af yfirborði þráðanna í fötunum. Við uppgufunina myndast efnaferli sem lætur fötin ilma dásamlega. Þetta ferli getur einungis átt sér stað utandyra með hjálp frá sól og vindi þar sem það flýtir fyrir uppgufuninni og styrkir niðurbrotsferlið.

mbl.is/Colourbox
mbl.is