Hér máttu aldrei nota eldhúsrúlluna

Eldhúsrúllan er ekki öll sem hún sýnist, þótt hún reynist …
Eldhúsrúllan er ekki öll sem hún sýnist, þótt hún reynist okkur oftast mjög vel. mbl.is/Colourbox

Og við sem stöndum í þeirri saklausu trú að eldhúsrúllan sé okkar eina bjargráð þegar eitthvað bjátar á – þá erum við ekki alveg með allt á hreinu. Því eldhúsrúllan getur eyðilagt ýmsa hluti fyrir okkur.

Gleraugu
Eldhúsrúllan getur rispað gleraugun þín, svo notaðu frekar textíl af einhverju tagi ef þú ert ekki með rétta klútinn við höndina til að þrífa gleraugun.

Trévörur
Það getur verið freistandi að þurrka af t.d. útihúsgögnum með eldhúsrúllunni. En í raun getur eldhúsrúllan rispað lakkið á trémublunum þínum. Notaðu frekar mjúkan klút í verkið.

Rafvörur
Já, þetta eru sjokkerandi fréttir en þú mátt aldrei nota eldhúsrúllu til að þurrka af símanum þínum. Pappírinn getur rispað skerminn og það viljum við alls ekki. Notaðu frekar örtrefjaklút til að þurrka af símanum.

Teppið
Ef það vill svo óheppilega til að það hellist niður og það kemur blettur í teppið mun eldhúsrúllan ekki koma þér til bjargar. Í raun dreifir eldhúsrúllan vökvanum í þræðina í teppinu og það viljum við ekki. Best er að leggja textíl beint á blettinn – bara ekki nudda blettinn.

Blettur í flík
Eldhúsrúllan skilur eftir sig rákir, og ef þú þurrkar lauslega yfir t.d. svarta flík eftir að hafa hellt niður á þig, mun það bara gera illt verra.

mbl.is/Colourbox
mbl.is