Hvort á að geyma egg í kæli eða við stofuhita?

Þessi umræða virðist ætla í endalausa hringi og reglulega heyrist í þeim sem fullyrða að það verði að geyma egg í kæli annars sé voðinn vís. Þá rumska stofuhitararnir og fullyrða á móti að það sé ekkert að því að geyma egg við stofuhita í allt að fjórar vikur.

En hvor fullyrðingin er rétt?

Miðað við rannsóknir okkar hér á Matarvefnum, og við höfum lagt töluverða vinnu í að lesa okkur til, virðast egg endast alveg hreint afskaplega lengi bæði við stofuhita og í kæli. Þó eru sérfræðingar almennt á því að öruggara sé að geyma egg í kæli, bara svona til öryggis en að meira púður virðist fara í að telja fólk á að geyma egg alls ekki í hurðinn á kæliskápnum þar sem þau þola illa hitabreytingar né taka þau úr umbúðunum.

Egg eru nefnilega einstaklega lyktdræg sem getur haft áhrif á bragð þeirra en þetta er eitthvað sem við verðum að prófa við tækifæri í Tilraunaeldhúsi Tobbu.

Hvort satt sé skal ósagt látið hér en almenna reglan er sú að mælt sé með því að egg séu geymdi í kæli (í upprunalegum umbúðum og fjarri illa lyktandi eða sterklyktandi mat) en þó sé það skaðlaust að geyma þau við stofuhita.

Þar höfum við það!

Heimild: Incredible Egg

mbl.is/moyerschicks.com
mbl.is

Bloggað um fréttina