Heimatilbúinn gluggahreinsir sem er sá besti

Ljósmynd/Colourbox

Ef að þið eruð í hópi þeirra sem eru við það að ofanda af hryllingi yfir því hversu skítugar rúðurnar eru (og reyndar bara allt) þá getið þið andað rólega því matarvefurinn kemur til bjargar - eins og alltaf.

Blandið þið saman ediki og vatni - einn á móti einum og setjið í úðabrúsa. Þetta er besti rúðuhreinsir sem sögur fara af. Flóknara er það nú ekki.

mbl.is