Græjan sem eiginlega allir gleyma að þrífa

Ljósmynd/Colourbox

Til er sú græja sem fæstir telja sig geta lifað án enda auðveldar hún lífið til muna og eykur lífsgæði. Hins vegar er það staðreynd að fæstir þrífa þessa græju reglulega en samt er hún í veskinu þínu, vasanum og jafnvel inn í líkamanum.

Hver er græjan kanntu að spyrja og það er ekki flókið. Við erum að sjálfsögðu að tala um heyrnatól og þá sérstaklega heyrnatól sem fara inn í eyrun.

Það eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga:

Heyrnatólin fyllast smám saman af eyrnamerg sem dregur verulega úr hljóðgæðum auk þess sem það skilgreinist sem óþrifnaður.

Þannig geta bakteríur auðveldlega blundað í heyrnartólunum og sértu að lána þau geta þær borist manna á milli. Reyndar áttu aldrei að lána heyrnartólin nema að viðkomandi þrífi þau áður en þeim er skilað.

Prófaðu að taka úr þér heyrnartólin og kíkja inn í þau. Þarft ekki að opna þau - bara gægjast inn. Líkur eru á því að þau séu stappfull af alls konar skít.

Það er ekki flókið að þrífa heyrnartólin en það þarf …
Það er ekki flókið að þrífa heyrnartólin en það þarf að gera það reglulega enda fremur ógeðslegt að vera með heyrnartól uppfull af eyrnamerg og skít.
mbl.is