Opna Sælkerabúð fyrir matgæðinga á Bitruhálsi

Þeir Viktor og Hinrik eru eigendur Sælkerabúðarinnar en auk þess …
Þeir Viktor og Hinrik eru eigendur Sælkerabúðarinnar en auk þess eiga þeir veitingaþjónustuna LUX veitingar.

Tveir af reyndustu matreiðslumönnum landsins, Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson, hafa opnað Sælkerabúðina sem sérhæfir sig í hágæðakjöti og meðlæti.

Búðin er staðsett á Bitruhálsi og er því kærkomin viðbót fyrir fólk á leiðinni út úr bænum eða fyrir þann mikla fjölda íbúa sem er á svæðunum í kring.

Að sögn Viktors verður einnig boðið upp á tilbúna matarpakka, charcuterie og osta ásamt úrvali af sérvöru.

Má því með sanni segja að verslunin sé hugsuð sem mekka fyrir matgæðinga en þessa dagana eru spennandi opnunartilboð í gangi auk þess sem Tomahawk-steikur eru á 20% afslætti.

Verslunin er hin glæsilegasta.
Verslunin er hin glæsilegasta. Ljósmynd/aðsend
Ljósmynd/aðsend
Ljósmynd/aðsend
Ljósmynd/aðsend
mbl.is