Asískar drápsvespur vinsælar á veitingahúsum

Drápsvespur í Japan þykir hið mesta lostæti og er nú …
Drápsvespur í Japan þykir hið mesta lostæti og er nú fáanlegar á veitingastöðum í Bandaríkjunum. mbl.is/© Washington State Department of Agriculture / Handout via REUTERS

Það heitasta á veitingarhúsum í dag þar vestanhafs eru sex sentimetra langar asískar drápsvespur. Vespurnar, sem koma upprunalega frá Japan, þykja algjört lostæti. Vespurnar hafa verið mikið notaðar á landbúnaðarsvæðum í miðhluta Japan, en þar kann fólk að meta dýrin sem eru full af próteinum – sem stundum eru djúpsteikt og þá ekki af verri endanum.

Joseph Yoon, eigandi Brooklyn Bugs í New York, sagði í samtali vð New York Post að fólk lýsi geitungunum eins og poppkorni án smjörs á bragðið. Hann bætir því við að rétturinn smakkist mismunandi eftir því hvernig flugurnar eru matreiddar. Til dæmis ef lirfur vespunnar eru marineraðar taka þær bragðið af þeirri marineringu sem þær liggja í.

Árlega er haldin hátíð í Japan sem kallast Kushihara Hebo Matsuri og er til heiðurs drápsvespunum. Þar hittist fólk og keppir um hver sé með stærsta vespubúið og því næst er uppboð á búunum sem seld eru hæstbjóðanda. Þátttakendur á hátíðinni þurfa allir að vera meðvitaðir um hættuna sem fylgir því að hittast á svæðinu, því vespurnar geta verið banvænar fyrir önnur dýr og menn.
Annars er fólk í landinu almennt beðið um að sleppa því að nota hársprey eða glitrandi skartgripi á vorin, þar sem hvort tveggja laði dýrið að sér.

Í dag eru yfir 30 veitingastaðir sem bjóða upp á þessar sérstöku vespur  á matseðlum sínum og alltaf fleiri og fleiri sem bætast í hópinn.

Vespurnar mælast um 6 sentimetrar að stærð.
Vespurnar mælast um 6 sentimetrar að stærð. mbl.is/KARLA SALP / Washington State Department of Agriculture
mbl.is/KARLA SALP / Washington State Department of Agriculture
mbl.is