Fimm stjörnu Mexíkóveisla

Mexíkóveisla sem engan svíkur í boði Hildar Rutar.
Mexíkóveisla sem engan svíkur í boði Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Það þarf enginn að kunna spænsku til að borða þennan rétt – bara njóta þessarar veislu sem Hildur Rut býður hér upp á. Quesadillur með edamame- og pintobaunum, rjómaosti, blaðlauk, spínati, cheddarosti og bornar fram með gvakamóle og sýrðum rjóma. Namm!

Fimm stjörnu Mexíkóveisla (fyrir 3-4, uppskriftin gerir þrjár quesadillur)

 • 6 stk. Mission-tortillur með grillrönd (1 pkn)
 • 6 msk. Philadelphia-rjómaostur
 • 1 dl blaðlaukur, smátt skorinn
 • 350-400 g edamamebaunir
 • 400 g pintobaunir
 • ólífuolía
 • 3 lúkur spínat
 • 4 dl rifinn cheddarostur
 • chiliflögur
 • cayennepipar
 • kummín
 • sýrður rjómi
 • ferskur kóríander

Gvakamóle

 • 3 avókadó
 • 2 msk ferskur kóríander
 • safi úr ½ límónu
 • salt & pipar
 • chiliflögur
 • 2 tómatar, smátt skornir
 • 1 msk. rauðlaukur, smátt skorinn

Aðferð:

 1. Steikið edamame- og pintobaunir upp úr olífuolíu í 6-8 mínútur. Kryddið þær með kummíni, cayennepipar, salti og pipar.
 2. Smyrjið þrjár tortillur með rjómaosti og dreifið smátt skornum blaðlauk yfir þær.
 3. Dreifið því næst edamame- og pintobaununum yfir og svo spínati.
 4. Stráið rifnum cheddarosti yfir en takið frá 1 dl af ostinum. Kryddið með chiliflögum eftir smekk og lokið tortillunum.
 5. Penslið ólífuolíu á lokuðu tortillurnar og dreifið afganginum af cheddarostinum yfir þær.
 6. Bakið í 8-10 mínútur við 190°C, eða þar til þær eru orðnar stökkar og osturinn bráðnaður.
 7. Á meðan quesadillurnar eru að bakast þá gerið þið gvakamóle. Blandið saman avókadó, ferskum kóríander, límónusafa, chiliflögum, salti og pipar með töfrasprota eða stappið vel saman. Því næst blandið þið tómötum og rauðlauk saman við með skeið.
 8. Berið réttinn fram með gvakamóle, sýrðum rjóma og ferskum kóríander.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is