Fréttir Föstudagur, 3. apríl 2020

Hveragerði Kertaljós loguðu í görðum bæjarbúa í gærkvöldi.

Fjögur dáin vegna kórónuveiru

Tvö andlát tilkynnt í gær • Hvergerðingar syrgja hjón sem létust af völdum sjúkdómsins • Kerti loguðu um allan bæinn í gærkvöld • Ekkert barn sem hefur smitast hefur veikst alvarlega Meira

„Gaman að geta talað við fólk“

„Mér finnst mjög gaman að geta talað við fólk,“ sagði Anna Hallgrímsdóttir sem býr á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Hún átti myndsímtal við blaðamann í gegnum spjaldtölvu í gær. Meira

Sólveig Anna Jónsdóttir

Verkalýðsdagurinn færist yfir á netið

Samkomubann vegna útbreiðslu kórónuveiru kemur í veg fyrir kröfugöngur og fjöldasamkomur 1. maí • Verkalýðshreyfingin lætur það ekki skemma daginn • Net og sjónvarp kemur til hjálpar Meira

Talsvert borið á kvörtunum

Hlutastarfaleiðin er afturvirk frá 15. mars sl. • Kvartanir berast frá starfsfólki Meira

Bjór Carlsberg er ljósgullinn á lit.

Carlsbergbjór á 37% afslætti

Ölgerðin hefur lækkað verð á 330 ml dósum af Carlsberg-bjór um 37% í apríl. Dósirnar, sem kostuðu áður 289 krónur, kosta nú 188 krónur. Meira

Tveir sjúklingar til viðbótar látnir

Fjórir hafa látist af völdum kórónuveirunnar • Áhyggjur af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga • Harðari aðgerðir ef hópsmit kemur upp • Búið er að ráða 116 bakverði á heilbrigðisstofnanir Meira

Björg í bú Lágfóta með góðan feng úr fjörunni í Hornvík í marsmánuði.

Refir í tilhugalífi á Hornströndum

Einhverjir refir voru í tilhugalífi er farið var í vettvangsferð í friðlandið á Hornströndum 15.-25. mars. Meira

Vilja fullgilda Haag-samninginn

Þjóðskjalsafnið telur að fullgilding Íslands á Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum muni hafa jákvæð áhrif á og renna styrkari stoðum undir varðveislu menningarverðmæta hér á landi. Meira

Forysta Sterkari saman var yfirskrift þings ASÍ í október 2018 þegar Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ og með henni varaforsetarnir Vilhjálmur Birgisson og Kristján Þórður Snæbjarnarson. Samstaðan hefur brostið vegna ágreinings um leiðir til að lækka launakostnað og Vilhjálmur sagt af sér.

Dýrast að gera ekki neitt

Samninganefnd og miðstjórn ASÍ höfnuðu þremur hugmyndum um tímabundna lækkun á launakostnaði fyrirtækja • Skilningur virðist á stöðunni en ágreiningur um leiðir • Klofningur í grasrót og forystu Meira

Prestastefna Það verður ekki fyrr en á næsta ári sem prestar og annað kirkjunnar fólk koma saman á prestastefnu.

Enginn „hittingur“ hjá prestum í ár

Prestastefnan fellur niður í lok apríl vegna kórónuveirunnar • Hefur verið haldin frá því á 12. öld Meira

Kynslóðir Stefán Sandholt (t.h.), Ásgeir og Emil Sandholt sem kannski tekur við seinna.

Sandholtsbakarí hundrað ára í dag

Gefa viðskiptavinum eitt hundrað brauð í tilefni dagsins • Fjölskyldufyrirtæki alla tíð • Fjórar kynslóðir bakara hafa rekið starfsemina • Brauð, kökur, kaffihús, veisluþjónusta og netverslun Meira

Vertíð Grásleppa skorin í fiskvinnslu GPG á Húsavík.

Veiðidagar á grásleppu verða 44

Veiðidagar á grásleppuvertíð verða 44, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þar segir einnig að sjávarútvegsráðherra hafi ekki tekið undir sjónarmið grásleppunefndar LS, sem hafi lagt til að veiðidagar yrðu 39 eða 40. Meira

Í Bandaríkjunum Ásta G. Eaton í Poulsbo í Washington-ríki er 100 ára í dag. Myndin var tekin um nýliðin áramót.

Ásta ein í 100 ára afmæli sínu vestra

Ásta Guðrún Eaton í Poulsbo í Washington-ríki í Bandaríkjunum er 100 ára í dag. Meira

Kópavogsbær Einhugur er sagður vera í bæjarstjórn um aðgerðirnar.

Fjölga sumarstörfum

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir víðtækar aðgerðir vegna veirufaraldursins • Veita greiðslufrest fasteignagjalda Meira

Sveitarfélög koma til móts við íbúa

Bæði Akureyri og Árborg hafa samþykkt aðgerðir til að vinna gegn áhrifum kórónuveirufaraldursins. Meira

Joe Biden Demókratar hafa frestað flokksþingi sínu fram á haustið.

Demókratar fresta flokksþingi sínu

Demókrataflokkurinn tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að fresta flokksþingi hans, sem átti að hefjast 13. júlí, aftur til 17. ágúst. Meira

Í fullum herklæðum Þessi lögregluþjónn í Chennai á Indlandi gekk um götur borgarinnar í kórónuveirubúningi til að minna vegfarendur á nauðsyn þess að halda tveggja metra fjarlægð í næsta mann á tímum heimsfaraldursins.

Atvinnuleysi skýst upp úr öllu valdi

Rúmlega milljón tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í heiminum Meira

Handþvottur Nú er brýnt fyrir fólki að þvo hendur sínar með vatni og sápu til að forðast smit. Læknar mæltu líka með handþvotti fyrr á tíð gegn smiti. Líklega er elsta dæmi um það í handbók fyrir yfirsetukonur frá 1871.

„Eigi heilsast með kossi eða handabandi“

Heilbrigðisyfirvöldin á Íslandi eru ekki að finna upp hjólið þegar þau fyrirskipa þessa dagana einangrun sjúklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni, ráðleggja reglulegan handþvott með sápu og vatni eða hvetja fólk til að forðast faðmlög og handaband þegar það hittist. Allt er þetta sótt í reynslubankann og hefur áður komið að góðum notum í viðureign við smitsjúkdóma hér á landi. Meira

Fjölskyldan Erlingur Pálmason, Margrét Fjóla og Björg Pétursdóttir.

Kærleikskleinur og söngstund fyrir krakka

Fjölskylda gleður sig og aðra með söng og upplestri á Facebook Meira