Fréttir Fimmtudagur, 9. júlí 2020

Hraðari aðlögun en spáð var

26 þúsund hafa hætt á hlutabótum • Yfir 20 þúsund gætu verið án vinnu í haust Meira

Hellulaug Náttúrulaug er í fallegu umhverfi Vatnsfjarðar.

Á móti þverun Vatnsfjarðar

Lokið við umhverfismat vegna nýs vegar um Dynjandisheiði • Vegagerðin hyggst þvera Vatnsfjörð • Skipulagsstofnun mælir gegn og vill fara fyrir fjörðinn Meira

Alvarlegt að tilraunir dragist

Bjarni segir ríkið munu standa við áform um stuðning við Icelandair ef félaginu tekst að ljúka endurskipulagningunni Meira

Reykjavíkurflugvöllur Þessi þota lenti á flugvellinum í vikunni og er skráð í Bretlandi. Aðeins í fyrradag lentu átta einkaþotur á vellinum, en einkaflugsgeirinn er sagður hafa tekið hraðar við sér en almennt áætlunarflug.

Skimun í VIP-herberginu

38 voru skimaðir í gær sem komu til landsins utan almennrar farþegaumferðar, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Nær öll almenn flugumferð hrundi í kórónuveirunni en hrunið var ekki eins mikið í einkafluginu. Meira

Ekki rætt um að Kári hætti við að hætta

Katrín og Kári funduðu • Sjö smit greindust á landamærum Meira

Ný rými Rannsóknarstofan leggur síðan undir sig meira rými í byggingunni. Það rými er ekki tilbúið til notkunar, en starfsfólk leggur nótt við dag.

Allt í raun á öðrum endanum

Framkvæmdir á fullt á sýkla- og veirufræðideild LSH • Húsnæðið á að vera tilbúið á þriðjudaginn • „Mjög slæm tímasetning“ • Byrja á fimm sýnum í einu • Safnsýnaaðferð finnur „gömlu“ smitin síður Meira

Fjölskyldan Árni og Ásdís ásamt Arndísi Leu og Natalie Björt. Fram undan er sex vikna útgöngubann eftir að veiran tók sig aftur upp.

Annað útgöngubann í Melbourne

Unnið heima síðan í mars • „Sýnir að við þurfum að vera á varðbergi“ Meira

Halda áætlun þrátt fyrir takmarkanir

„Við munum halda áætlun um flugferðir í júlí, eins og staðan er núna,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar. Nokkur óvissa ríkti um pakkaferðir á vegum ferðaskrifstofunnar, í ljósi kórónuveirufaraldursins. Meira

Bæjarstjórar með 1,5-1,7 milljónir í laun

Algengt að bæjarfulltrúar séu með 200-300 þús. á mánuði Meira

Le Boreal Fyrsta skipið sem kemur til Reykjavíkur á sumarvertíðinni 2020.

Fyrsta farþegaskipið

Miklar varúðarráðstafanir gerðar þegar Le Boreal kemur til Reykjavíkur Meira

Tryggvagatan Listaverk Gerðar mun njóta sín vel við nýtt útivistarsvæði.

Tryggvagata breytir um svip á næstunni

Framkvæmdir við endurgerð Tryggvagötu, fyrir framan Tollhúsið, eru komnar á fullan skrið. Búið er að fjarlægja malbik og gangstéttarhellur. Lægstbjóðandi var Bjössi ehf., sem bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 400 milljónir. Meira

Lára Baunin vegan brúðarkökur

Drengskaparvottorð dugar nú

Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða hefur verið breytt og undanþáguákvæði skotið inn í hana þegar aðstæður eru sérstakar. Vakin er athygli á þessari breytingu í frétt á vef þjóðkirkjunnar. Meira

Bátasmíði Haukur Alfreðsson framkvæmdastjóri við bát sem er í smíðum fyrir björgunarsveitina Ársæl.

Grikkir völdu Rafnar 1100

Gríska strandgæslan keypti tíu báta • Nýr, stór og öflugur Rafnar 1430 Meira

100 sóttu um aðstoð vegna fjárhagsvanda

Embætti umboðsmanns skuldara (UMS) bárust 100 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda í júní. Þá höfðu samtals borist 500 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda á þessu ári. Alls bárust 1.125 umsóknir um úrræði vegna fjárhagsvanda á árinu 2019. Meira

Sjö sækja um dómaraembætti

Sjö umsóknir bárust um tvö laus embætti dómara við Landsrétt. Embættin voru auglýst í júní og rann umsóknarfrestur út 6. júlí. Meira

Haugur Járnaruslinu hefur verið safnað á bryggjuna í Hrísey. Það verður síðar flutt með pramma til Akureyrar. Íbúar eru fegnir að vera lausir við brunarústirnar en vonast eftir uppbyggingu.

Hreinsað til í rústunum í Hrísey

Járnaruslið verður flutt upp á land • Vonast til að byggt verði upp á ný Meira

Hefur marga fjöruna sopið

Þrautreyndur franskur siglingakappi í Reykavíkurhöfn • Var bjargað við erfiðar aðstæður á Suður-Indlandshafi • Byggði sinn eigin bát • Siglir nú með ferðamenn um Vestfirði og Grænland Meira

Ritstjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson með bókina góðu.

Ungmennafélagar fara út að ganga

„Göngur eru íþrótt sem æ fleiri stunda. Fólk fer víðar um en áður og af því verða til nýjar leiðir sem nauðsynlegt er að skrá, merkja og gera fjöldanum aðgengilegar. Meira

Landfyllingin Framkvæmdir eru á lokastigi eins og sjá má. Myndin sýnir vel nálægð landfyllingarinnar við Laugarnesið. Göngustígur verður útbúinn á landfyllingunni, næst sjóvarnagarðinum.

Hvað verður á landfyllingunni?

Gerð landfyllingar í Sundahöfn er á lokastigi • Til stóð að reisa þar nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna • Landvernd segir náttúrufarið á Laugarnestanga einstakt og telur leyfisferlið ámælisvert Meira

Afstöðumynd Hér sést staðsetning battavallarins við Ísaksskóla. Aðeins eru 3 metrar milli hans og lóðar Skaftahlíðar 25 og 8 metrar að húsinu sjálfu.

Boltaspörkin valda stöðugu ónæði

Battavöllur við Ísaksskóla víkur að kröfu nágranna • Óleyfisframkvæmd sem ekki fæst skýring á Meira

Gítar Búningur Grétars Ingvarssonar gítarleikara, sem nú er látinn.

Veigamikill þáttur í menningunni

Sýningunni „Tónlistarbærinn Akureyri“ hefur verið mjög vel tekið á Minjasafninu • Lifandi leiðsögn á fimmtudögum í sumar • Sögu tónlistar í bænum einnig gerð skil í veglegu 72 síðna sérblaði Meira

Frændurnir Gunnar Eiriksson og Torstein Bjørklund, sem báðir leika í þáttunum Twin, eru hálfíslenskir frændur.

Íslenskir frændur leika í Twin

Mæður beggja eru íslenskar • Foreldrar Gunnars kynntust í Stúdentakjallaranum á Íslandi • Fínt að starfa með heljarmenninu Kristofer Hivju • „Mamma talar alltaf íslensku við mig“ Meira

Sultartangastöð Hugað er að gangsetningu véla stöðvarinnar ef aðstæður leyfa. Unnið er að lagfæringum á bökkum frárennslisskurðar.

Enn er slökkt á báðum vélunum

Enn er unnið að því að moka efni upp úr frárennslisskurði Sultartangavirkjunar en þar fór fylla úr bakka í byrjun mánaðarins. Vélar virkjunarinnar eru ekki keyrðar en til athugunar er að ræsa þær eitthvað á næstunni, þegar aðstæður leyfa. Meira

Snigillinn Á Djúpavogi er lögð áhersla á staðbundna framleiðslu.

Framleiða matvörur í heimabyggð

Kjörbúðin á Djúpavogi hóf nýverið sölu á matvörum framleiddum í sveitarfélaginu, í samstarfi við sveitarfélagið og fyrirtæki á svæðinu sem annast framleiðslu varanna, en Kjörbúðin er rekin af Samkaupum. Meira

Hælisumsóknum fjölgar

Fjöldi umsókna í júlí jafnmikill og heildarfjöldi í janúar Meira

Þjarki Með því að nýta tækni í auknum mæli er hægt að tryggja meiri nákvæmni og auka nýtingu hráefnis. Pökkunar- og samvalsróbot Marels mun tryggja að flökum og bitum sé raðað í pakka eftir vigt með mikilli nákvæmni.

Vinnsla Vísis fremst meðal jafningja

Tækni- og sjálfvirknivæðing fiskvinnslu Vísis í Grindavík hefur verið umfangsmikil undanfarin ár • Vöruþróunarsamstarf við Marel frá árinu 2006 • Afköstin hafa tvöfaldast frá árinu 2015 Meira

Til slátrunar Hundar bíða örlaga sinna í búri í Siem Reap-héraðinu.

Leggja bann við hundakjötsáti

Stjórnvöld í Siem Reap-héraðinu í Kambódíu hafa riðið á vaðið með að banna hundakjötsát, fyrst þarlendra héraða, og fylgja þar með fordæmi Shenzhen-héraðsins í Kína þar sem hunda- og kattaát var bannað í apríl. Meira

Náttstaður Magnar Nilsen og Tove kona hans biðu 15 klukkustundir eftir ferju og hölluðu sér í bílnum. Norðmenn ferðast innanlands sem aldrei fyrr.

Norskir bændur voga sér ekki út

Svo rammt kveður að innanlandsferðalögum Norðmanna að sums staðar í Noregi veigra bændur sér við að fara að heiman af ótta við að komast ekki þangað aftur. Meira

Skimunar beðið Löng röð bíla við veiruprófunarstöð í Austin í Texas í fyrradag. Tala smitaðra er komin yfir 3.000.000 í Bandaríkjunum.

3.000.000 hafa smitast í Bandaríkjunum

Sjúkrarými á þrotum • Spá 208.000 látnum í nóvember Meira

Létt undir með íbúum landsbyggðarinnar

Baksvið Sighvatur Bjarnason [email protected] Meira

Krossgötur Maðurinn er nýbyrjaður í sambandi en er ekki viss um að hún sé sú rétta.

„Ekki viss um að hún sé sú rétta“

Hér fær Elínrós Líndal ráðgjafi spurningu frá manni sem er að spá í sambandið sem hann er nýkominn í. Hann er ekki viss með konuna og vantar ráð. Meira

Stílhreint og vandað Eldhúsið er sérlega opið og bjart.

Draumaeldhúsið hennar Maríu

María Gomez er mikill fagurkeri og hefur heimasíðan hennar, Paz.is, slegið rækilega í gegn enda sneisafull af girnilegum uppskriftum og snjöllum hugmyndum fyrir heimilið. Meira

Göngugarpur Ólöf Helgadóttir á Heimakletti með bæinn í bakgrunni.

Hundruð ferða á Heimaklett að baki

Ólöf Helgadóttir ætlar að komast 1.000 sinnum á toppinn Meira