Fréttir Fimmtudagur, 4. júní 2020

Þúsundir bókana til Íslands

„Ég bind vonir við að það verði töluverð traffík hingað til lands í vetur,“ segir framkvæmdastjóri Snælands Grímssonar • Íshestar verða varir við mikinn áhuga Meira

Fylgst með fjarfundi Hópur íbúa í Skerjafirði kom saman til að fylgjast með streymi frá fundi borgarinnar.

Umdeild áform um byggð

Íbúasamtök Skerjafjarðar sendu alls 52 spurningar til borgarinnar vegna deiliskipulagsins fyrir nýjan Skerjafjörð Meira

„Bræður mínir og systur eru þreytt“

Fjölmennt var á Austurvelli á samstöðufundi með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum Meira

Helsingjar Í ferðinni í Skúmey á dögunum fundust þar nokkuð á fjórtánda hundrað hreiður helsingja og er þetta stærsta varpstöð fuglsins á hér á landi.

Helsingi haslar sér völl í Skúmey

„Fuglalífið í Skúmey dafnar og framvinda í lífríkinu þar er mjög áhugaverð,“ segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands á Hornafirði. Vísindamenn og landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs fóru nú í vikunni í Skúmey, hólma í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, og töldu þar hreiður og gerðu ýmsar rannsóknir og mælingar. Meira

Vinnumálastofnun Mikið hefur verið um að vera hjá stofnuninni.

Ábyrgðin liggur hjá starfsfólkinu

„Það á ekki að vera mjög erfitt að afskrá sig hjá okkur. Þegar mest lét var sennilega erfitt að ná í gegn símleiðis en það er mjög einfalt að gera þetta á netinu,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Meira

Verslunarrekstur ÁTVR rekur ríflega 50 verslanir vítt og breitt um landið. Ársverk voru 354 á árinu 2019 en mun fleiri vinna þau, margir í hlutastarfi.

Tekjur ÁTVR aukast um 1,7 milljarða

Fyrirtækið gefur ekki upp sundurliðaðan hagnað af tóbaks- og áfengissölu Meira

Streymi á íslenskri tónlist skilaði 132 milljónum króna

Um 200 milljón streymi á Spotify • Ungir græða meira Meira

Sól Tiltölulega hlýtt var um allt land í maí að sögn Veðurstofunnar.

Hitinn í maí víða yfir meðaltölum

Hiti fór í 19,7 stig á Skjaldþingsstöðum en 12,3 stiga frost mældist á Gagnheiði Meira

Mæðgin Sif Huld Albertsdóttir og Hermann Alexander sonur hennar.

Matsferlið tafðist vegna veirunnar

Mál ellefu ára drengs sem hefur verið í meðferð vegna skarðs í vör síðan 2015, en þarf að gera hlé á meðferð í kjölfar breytingar á reglugerð um síðustu áramót, er til umfjöllunar í heilbrigðisráðuneytinu. Meira

Eykur skrifræði svo um munar

„Ég hef miklar efasemdir um að þetta þjóni tilgangi. Við erum þegar með reglur sem lúta að gagnsæi og jafnræði í stjórnsýslunni sem erfitt virðist vera að fylgja. Meira

Mörg lyfjatengd dauðsföll á Íslandi

Hátt hlutfall slíkra dauðsfalla á Norðurlöndum borið saman við önnur Evrópulönd • Sprautufíkn hefur aukist talsvert hér frá árinu 1984 samkvæmt norrænum rannsóknum sem gerðar hafa verið Meira

Verðkönnun Vörukarfan hækkaði minnst í Bónus eða um 5,2%.

Matarkarfan hækkað mikið

Matvörukarfan hefur hækkað mikið á síðastliðnu ári samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. „Á einu ári hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 2,3%-15,6% í átta verslanakeðjum en vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Meira

Skatturinn Höfuðstöðvar embættisins eru á Laugavegi 166, þar sem Ríkisskattstjóri hefur verið til húsa lengst af.

Leita að húsnæði fyrir Skattinn

Húsnæðisþörfin er áætluð um 9.800 fermetrar • Leigan verður til 30 ára Meira

Tregða Reykjavíkurborg vildi ókyngreind klósett í stjórnsýsluhúsum sínum en Vinnueftirlitið segir það ekki ganga upp og bendir á gildandi reglugerð.

Borgarklósett inn á borð ráðuneytis

Liðnir eru um átta mánuðir frá því að Vinnueftirlitið gerði Reykjavíkurborg skylt að kynmerkja salerni í skrifstofuhúsnæði sínu • Borgin hefur enn ekki farið að tilmælum og hefur nú kært ákvörðunina Meira

Jón Ásgeir Sigurvinsson

Sendiráðsprestur til starfa að nýju

Séra Sigfús Kristjánsson hefur verið ráðinn í starf sendiráðsprests í Kaupmannahöfn. Tekur hann við 1. ágúst nk. Starf sendiráðsprests var lagt niður í kjölfar bankahrunsins 2008 en er nú endurvakið. Fjórir prestar sóttu um starfið. Sr. Meira

Elliðavatn Á myndinni má sjá Elliðavatnsbæinn með fjöllin og ljósbláan himininn í bakgrunni síðla sumars í fyrra. Elliðavatn er meðal svæða sem mögulega verða friðlýst nái hugmyndirnar fram að ganga.

Friðlýstum svæðum verði fjölgað

Esjan gæti verið friðlýst að hluta • Grunnur lagður að stefnumörkun um aukna verndun mikilvægrar náttúru í Reykjavík • Skoða má hvort friðlýsa eigi Viðey, Engey og aðrar eyjar við borgina Meira

Suðurlandsvegur Starfsmenn Óskataks eru mættir á svæðið með stórvirkar vinnuvélar.

Tvöföldun vegar hafin

Vinnu við breikkun Suðurlandsvegar á að ljúka fyrir lok október Meira

Kjalvegur Ráðist í endurbætur.

Kæru vegna matsskyldu hafnað

Kröfu Fannborgar ehf. Meira

Komst heim á sjötta degi

Helena Henneberg þurfti að taka lengri leiðina til Kaupmannahafnar Meira

Hjálparstarf Aðalheiður Frantzdóttir framkvæmdastjóri og Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, eiga von á aukinni aðsókn í haust.

Óvæntir styrkir í heimsfaraldri

Fyrirtæki sem hafa efni á styrkjum verða örlátari • Um 800 heimili nýttu sér matargjafir Mæðrastyrksnefndar í maí • Búist við annasömu hausti, þegar uppsagnarfrestur rennur út • Styrkjum fjölgaði Meira

Nýbygging Þannig sjá arkitektarnir bygginguna fyrir sér á Miðbakka Gömlu hafnarinnar. Þarna er gert ráð fyrir íbúðum, hóteli og þjónustu fyrir fólk sem á leið um hafnarsvæðið.

Milljarðahús rísi við Gömlu höfnina

Félagið Geirsgata 11 ehf. vill reisa tæplega 34 þúsund fermetra byggingu fyrir 40 milljarða króna • Þar verði 100 fimm stjörnu þjónustuíbúðir og 150 herbergja fimm stjörnu hótel rekið af Four Seasons Meira

Opið hús hjá Hafró á sjómannadaginn

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, flutti nýlega í nýtt og glæsilegt hús í Fornubúðum 5, við höfnina í Hafnarfirði. Með þessu verður starfsemi Hafrannsóknastofnunar á höfuðborgarsvæðinu loks komin á einn stað. Meira

Hreinorkupakkinn er næstur

Fjórði orkupakki Evrópusambandsins var samþykktur af Evrópuþinginu í fyrra • Starfshópur annast hagsmunagæslu fyrir Ísland • Ferlið getur tekið fjögur til fimm ár, segir iðnaðarráðherra Meira

Hæll Reisuleg íbúðarhús og stórt bú. Hér var veðurathugunarstöð um langt skeið og frá Hæli kemur stór ættbogi fólks sem hefur víða látið til sín taka.

Ríki Gnúpverja

Sveit við Þjórsá • Rótgróið samfélag • Bæir undir brekkum og brúnum • Myndarleg bú og gullið malað Meira

Metnaður Kristín Scheving segir starfsemi listasafnsins ekki síst hafa einkennst af vönduðum sýningum. Framundan er gott listasumar í bænum.

Byrja með sýningu sem gerir upp áratuginn

Ný sýning Listasafns Árnesinga veitir áhugaverðan þverskurð af því nýjasta í íslenskri samtímalist Meira

Áhugi „Hveragerði kúrir í faðmi fjalla í góðu skjóli og snýr á móti suðri, og þessi landsvæði sem munu fara í sölu og uppbyggingu á komandi árum eru af því tagi sem tæplega er í boði annars staðar,“ segir Aldís bæjarstjóri.

„Höfum þurft að hafa fyrir hlutunum“

Íbúum í Hveragerði hefur fjölgað hratt og ný íbúðar- og atvinnusvæði eru að taka á sig mynd Veruleg eftirspurn er eftir húsnæði í bænum en þess gætt að þjónustan við íbúa haldi í við fjölgunina Meira

Kjörinn Ólafur Helgi Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir niðurstöðu kosninganna ekki benda til þess að skortur sé á samstöðu innan samtakanna, heldur hafi hún sýnt styrk þeirra.

Styrkurinn í fiskveiðikerfinu

Nýr formaður SFS kveðst ætla að þjóna öllum í samtökunum • Segir brýnt að sjávarauðlindin sé nýtt í sátt við umhverfið • Úrslit formannskjörs ekki til marks um skort á samstöðu innan SFS Meira

Upplifun Breskir ferðamenn sem hingað koma á vegum TUi eru hrifnir af Gullfossi og norðurljósum.

Orðnir óþreyjufullir að koma

Stærsta ferðaskrifstofa í heimi hefur bókað þúsundir ferðamanna hingað næsta vetur • Mikill áhugi á Íslandi • Hátt verðlag hér á landi hafði áhrif á sölu á Íslandsferðum í fyrra hjá Snæland-Grímsson Meira

Dominic Ward

Verne Global lýkur fjármögnun

Verne Global, sem rekur gagnaversstarfsemi á Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur sótt nýtt fjármagn upp á 27 milljónir dollara, jafnvirði 3,6 milljarða króna, til núverandi hluthafa sinna. Meira

Bera grímur Skylt er að bera andlitsgrímur í siglingum gondólanna í Feneyjum sem hófu ferðir á ný í vikunni .

Myrkir dagar gondólasmiða

Gondólarnir frægu í Feneyjum hófu aftur siglingar með ferðamenn í vikunni eftir næstum þriggja mánaða siglingabann í baráttunni gegn útbreiðslu kórónuveirunnar Meira

Samstaða Lögreglumenn við þinghús Bandaríkjanna sýndu samstöðu með mótmælendum.

Pentagon leggst gegn hervaldi

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að herútkall til að kveða niður mótmæli ætti að vera allra síðasti kostur • Deilt um hvort lögin heimili Trump að senda herinn á vettvang án samþykkis ríkjanna Meira

Skiptar skoðanir um upphæð og gildistíma

Auðvitað eru ýmis sjónarmið sem koma upp. Nú síðast athugasemd frá Þjóðskrá Íslands, það eru þarna atriði sem þarf að slípa til,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Meira

Draumurinn Laufey og Elvar hafa bæði mikinn áhuga á matargerð, sem vatt heldur betur upp á sig. Bjórhátíð í gróðurhúsi verður haldin í október.

Andrúms-loftið eins og á Tenerife

Straumur gesta liggur til Hveragerðis og lífleg stemning hefur verið í bænum undanfarnar helgar Maturinn og drykkirnir hjá Ölverki laða marga að Meira

Hvernig skiptist eignin við skilnað?

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvað gerist við skilnað ef annar aðilinn er bara skráður fyrir fasteign í þeirra eigu. Meira

Listaverk Nafn staðarins er hér búið til úr mósaík sem unnið er úr brotnum diskum.

Stækka GOTT í Vestmannaeyjum

Hjónin Sigurður Gíslason og Berglind Sigmars eiga veitingastaðinn GOTT í Vestmannaeyjum sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Meira

Blómabær K100 ætlar að kynnast blómabænum Hveragerði á morgun.

K100 heimsækir blómabæinn

Stjórnendur Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast með hlustendum í sumar en næsti áfangastaður K100 er Hveragerði. Meira

Skvísa Klæðskerinn Selma Ragnarsdóttir hefur klætt svínið Stefaníu upp í ýmsar eftirminnilegar múnderingar.

Skvísar svínið Stefaníu upp

Æðibitinn DJ Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn á K100. Meira

Flóahlaupið 2018 Markús Ívarsson, fremstur fyrir miðju (nr. 862), hljóp í 30. sinn þegar hlaupið fór fram í 40. sinn.

Allir í startholunum

Fresta varð 42. Flóahlaupinu 1. maí síðastliðinn vegna samkomubannsins, en ákveðið hefur verið að það verði fimmtudaginn 11. júní. „Menn eru orðnir hlaupþyrstir og vilja þetta hlaup auk þess sem gott er að það fari fram fyrir slátt,“ segir Markús Ívarsson, bóndi á Vorsabæjarhóli í Flóahreppi, sem hefur séð um hlaupið frá upphafi. Meira