— Morgunblaðið/Þorkell
Fyrir nokkrum misserum hættu bókagefendur flestir að bregða plasti utan um bækur þær sem þeir sendu í verslanir. Síðan hafa bókakaupendur mátt gera sér að góðu flettar og úthnerraðar bækur, stundum kámugar og brotið upp á síðurnar. Sjálfur dró ég mjög úr bókakaupum við þetta, sérstaklega á bókum sem ekki eru glænýjar í búðinni. Nú þegar kórónuveiran hefur kennt mörgum lexíu um sóttvarnir og snyrtimennsku, væri þá ekki ráð að byrja að plasta bækurnar að nýju, svo þeir, sem ekki sækjast beinlínis eftir að lesa bækur sem fjöldi manns hefur handleikið, hætti ekki alveg að kaupa bækur?

Varkár bókabéus.