Eftir Elías Elíasson: „Sú stefna sem er ráðandi í orkupökkum ESB, að allar ákvarðanir fyrirtækja í raforkugeiranum skuli byggjast á markaðsverðum er óheppileg fyrir Ísland.“
Elías Elíasson
Elías Elíasson
Fyrst leiðrétting: Í síðustu grein minni (Mbl. 7/3 2020) var ranglega skrifað að álverð þyrfti að lækka um 30% til að Ísal hefði sömu samkeppnisstöðu og samið var um 2011. Hér átti auðvitað að standa að orkuverð þyrfti að lækka um 30% til að álverið héldi samkeppnisstöðunni. En hvar stöndum við ef álverinu verður lokað?

Þó móðurfyrirtæki álversins ábyrgist að greiða stóran hluta orkunnar þrátt fyrir rof á starfsemi, þá er ekki gefinn hlutur að lögfræðingar þess finni ekki leið út úr þeim vanda. Alla vega er varla eðlilegt að þessi orka verði látin óseld og ónotuð fram til 2036 og Landsvirkjun haldi áfram að reisa nýjar virkjanir þegar eftirspurn vex en Rio Tinto haldi áfram að borga allan þann tíma. Það verða málaferli og óvissuástand þar til sú deila leysist og Landsvirkjun verður að leita nýrra viðskiptavina á meðan, ella veikist staða hennar í málinu. Með öðrum orðum, orkan fer á markað, hugsanlega brunaútsölu.

...