Samfélagið tekst nú á við krefjandi tíma, þar sem ýmsir upplifa óvissu yfir komandi vikum. Það á jafnt við um námsmenn og aðra, enda hafa takmarkanir á skólahaldi reynt á en líka sýnt vel hvers menntakerfið er megnugt. Leik- og grunnskólar taka á móti sínum nemendum og framhalds- og háskólar sinna fullri kennslu með aðstoð tækninnar.

Á vandasömum tímum er mikilvægt að tryggja vellíðan nemenda og sporna við brotthvarfi úr námi. Skólastjórnendur, kennarar, starfs- og námsráðgjafar og fleiri hafa þegar brugðist við og gripið til aðgerða til að halda nemendum virkum, til dæmis með hvatningar- og stuðningssímtölum, rafrænum samskiptum og fundum, þar sem því hefur verið komið við.

Fyrir nokkrum vikum ákvað stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti, að koma til móts við nemendur með því að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en hefðbundnum...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir