Eftir Viðar Guðjohnsen: „Mikilvægt að koma í veg fyrir að fyrirsjáanlegur samdráttur leiði af sér framleiðslukreppu á nauðsynjum eða keðjuverkandi langtímaáhrif á atvinnuleysi.“
Viðar Guðjohnsen
Viðar Guðjohnsen
Nýkórónuveiran, sem átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan, er alvarleg vá en fyrstu viðbrögð ráðamanna um heim allan voru að fullvissa almenning um að ferðahömlur væru óþarfar og að landamæri ættu að haldast opin.

Þegar þetta er skrifað hafa flest Evrópuríki lokað landamærum sínum með einhverjum hætti, m.a. Þjóðverjar og það aðeins nokkrum dögum eftir að frú Merkel lýsti efasemdum um að lokun landamæra myndi hafa nokkur áhrif. Svo snögg voru umskiptin að enn mátti heyra bergmál hins pólitíska ekkasogs vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að grípa til ferðatakmarkana frá Evrópu. Nú eru flestir komnir á þá skoðun að þetta hafi verið rétt ákvörðun og þótt fyrr hefði verið. Ítalía reyndist sýnidæmi um hvað gerist ef ekkert er gert og það endaði með ósköpum. Það væri hægt að ímynda sér ástandið í Kína, með mannfjölda upp á hálfan annan milljarð, hefðu kínversk stjórnvöld brugðist við með slíkum hætti. Sú sviðsmynd hefði haft þær...