Jesú vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg.
— Ljósmynd/Colorbox
Þegar við hjónin vorum að svæfa börnin á kvöldin sögðum við oft við þau: „Ég elska þig, gleymdu því aldrei.“

Þetta sögðum við vegna þess að við elskuðum þau og við báðum þau að gleyma því aldrei vegna þess að jafnvel þótt ýmislegt hefði komið upp á yfir daginn vildum við samt umfram allt að þau fyndu að grunntónninn milli okkar væri kærleikurinn. Að við elskuðum þau vegna þess sem þau eru en ekki bara vegna þess sem þau gerðu eða gerðu ekki.

Það var einmitt oft á þessum stundum þarna við rúmstokkinn, þegar nándin var hvað mest, sem spurningarnar erfiðu voru settar í orð. Spurningar um dauðann, lífið, óttann við veikindi eða það að missa góðan vin o.s.frv. Og þá var það svo gott að geta sagt: „Ég elska þig, gleymdu því aldrei.“

Skömmu fyrir dauða sinn talaði Jesús um kærleika Guðs til okkar manna. Hann hvetur okkur til að elska hvert annað og bætir svo við: „Ég er upprisan og lífið!“

...