Eftir Óskar Þór Karlsson: „Hvers vegna er ráðum okkar hæfustu vísindamanna ekki fylgt í þessum efnum, jafn mikið og hér er í húfi?“
Óskar Þór Karlsson
Óskar Þór Karlsson
Að geta haldið góðri heilsu til líkama og sálar er mikilvægara en allt annað. Á það erum við öll rækilega minnt í yfirstandandi heimsfaraldri. Róttækar aðgerðir sem þjóðir grípa nú til, í þeim tilgangi að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, eiga sér engin fordæmi. Sama gildir um þær aðgerðir sem íslensk heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld landsins hafa gripið til. Alls staðar hafa slíkar aðgerðir þó einn samnefnara, þann að í öllum ákvörðunum er verið að fylgja dyggilega ráðum hæfustu sérfræðinga og vísindamanna sem þjóðir eiga á viðkomandi sviðum.

En svo er því miður ekki alltaf. Hvort lúffa ætti fyrir kröfum EB og leyfa innflutning á kjöti frá útlöndum sætti harðri andstöðu þeirra sem mesta þekkingu hafa. Dr. Margrét Guðnadóttir heitin, prófessor í veirufræðum, fór þar fremst í flokki og barðist fyrir því í ræðu og riti að slíkur innflutningur yrði ekki leyfður. Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir á Keldum, maður...