Eftir Svan Guðmundsson: „Alþjóðasamfélagið er í auknum mæli farið að beina sjónum að hafinu og vistkerfi þess og þar stöndum við öðrum þjóðum framar.“
Svanur Guðmundsson
Svanur Guðmundsson
Það getur margt reynt á þolrif þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi í dag. Ekki einungis þurfa menn að fást við vandasaman rekstur, óblíð náttúruöfl og ótrygga markaði heldur ekki síður andsnúna og villandi umræðu hér heima við. Þannig virðast margir finna útgerðinni það helst til foráttu að hún er þrátt fyrir allt rekin með hagnaði. Eins ótrúlegt og það er virðist það helsta vandamál sjávarútvegsins í huga sumra. Umræðan virðist þannig lituð af fordómum og öfund og er það með ólíkindum þegar horft er til þess hve farsællega hefur gengið að breyta sjávarútveginum í vel rekinn atvinnuveg sem beitir nýjustu tækni við að nýta viðkvæma náttúruauðlind án þess að ógna eða raska henni. Þannig höfum við reynst öðrum þjóðum góð fyrirmynd.

Auðlindastýring og endurgjald

Flestum má vera ljóst að samfélagsleg ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja er að mörgu leyti meiri en gengur og gerist í...