Eftir Gústaf Adolf Skúlason: „Hnattvæðingin hefur gert Kommúnistaflokki Kína kleift að vaxa í styrkleika og virðist flokkurinn hafa örlög heimsins í höndum sér.“
Gústaf Adolf Skúlason
Gústaf Adolf Skúlason
Fáir komast hjá því að upplifa hvern neikvæðan atburðinn á fætur öðrum í kjölfar mannskæðu veirunnar frá Kína. Okkur hefur verið talin trú um af talsmönnum hnattvæðingarinnar að samstarfið við Kína hafi fært heiminum öllum meiri velgengni og velferð en nokkur maður hafi áður kynnst. Sagt er að fátækt sé á undanhaldi, þrátt fyrir að sífellt færri einstaklingar eigi meiri hlutdeild í árangri verðmætasköpunar en 99% mannkyns. Það er ljóst að ódýrt vinnuafl í Kína sem hvorki fylgir vinnu- né umhverfislöggjöf Vesturlanda og samningar stórra alþjóðlegra fyrirtækja við Kommúnistaflokkinn liggja að baki tilfærslu á framleiðslu og fjármagni frá Vesturlöndum til Kína.

Ekkert sýnir raunverulegt eðli og hörmulegar afleiðingar hnattvæðingarinnar í einni hendingu jafn vel og smit kórónuveirunnar um gjörvallan heim. Ef getgátur um lífefnavopn í höndum Kínverja eru á rökum reistar er um stærsta glæp gegn mannkyni á okkar tímum að...