Björn Emilsson fæddist 15. apríl 1936. Hann lést 5. maí 2020.

Útför Björns fór fram í kyrrþey 15. maí 2020.

Mig langar að reyna að minnast frænda míns Björns Emilssonar (Bía), sem ég hitt allt of sjaldan. Að vísu vissum við hvor af öðrum, hann að sinna sínu en ég til sjós og seinna meir sjúkraliði. Síðast hitti ég hann á Hrafnistu en þá yngdist hann upp við að sjá myndir af för minni til Grænlands (Quaogortoq) til að hitta Eddu frænku. Úti á flugvelli átti ég að hafa augun með hávaxinni ljóshærðri konu sem svo reyndist móðir Stefáns Hrafns sem stundar hreindýrarækt. Áður en að því kom birtist hópur af fólki frá Grænlandi sem hafði unnið við sýningu á grænlenskri menningu. Hópurinn kom rakleiðis til mín og heilsaði mér með miklum virktum, líkt og væri ég í framboði. Þetta hélt áfram eftir að út var komið enda hálfaumur í hendinni. Að vísu talaði Edda um að ég líktist pabba hennar...