Baldur Jónsson fæddist á Freyshólum 16. október 1933. Hann lést 13. maí 2020 á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Foreldrar hans voru Jón Björgvin Guðmundsson frá Hryggstekk í Skriðdal og Hildur Stefánsdóttir frá Ketilsstöðum á Völlum. Þau hófu búskap á Freyshólum árið 1927.

Systkini Baldurs: 1) Stefán Jónsson, f. 1927, d. 2015. 2) Guðmundur Jónsson, f. 1930, d. 1992, kona hans er Heiðrún Valdimarsdóttir, sonur þeirra er Jón Kristinn Guðmundsson, maki Magnea Vilborg Þórsdóttir, börn þeirra eru Ásta Svandís, Íris Mjöll og Heiðar Þór, barnabörnin eru 5. 3) Hulda Jónsdóttir, f. 1931, d. 2004, maki Gunnsteinn Stefánsson, látinn. 4) Bragi Jónsson, tvíburabróðir Baldurs, f. 1933.

Baldur fór ásamt bróður sínum Braga í smíðanám á Laugum veturinn 1953-54. Þeir hafa búið á Hallormsstað frá 1977.

Baldur vann brot úr ári hjá Símanum og svo 50 ár hjá Skógræktinni á Hallormsstað.

...