Kristín Ólöf Björgvinsdóttir fæddist 5. nóvember 1938. Hún lést 5. maí 2020.

Útför Kristínar fór fram 19. maí 2020.

Í dag kveð ég elsku Stínu mína sem ég hef þekkt frá því ég var tólf ára gömul. Við kynntumst er hún flutti aðeins tuttugu og tveggja ára gömul ásamt Tryggva sínum og tveimur eldri börnum, þeim Helgu og Magnúsi, til Reyðarfjarðar. Þá var reyndar stutt í fæðingu Þórhalls, sem fæddist á Egilsstöðum stuttu eftir komu þeirra austur. Unga fólkið vantaði einhvern til að gæta barnanna og varð það úr að við kynntumst og urðum strax perluvinkonur. Stína var mikil hannyrðakona og í fyrsta sinn sem ég kom til hennar að gæta barnanna mætti ég með prjónana mína með mér. Henni fannst mikið til þess koma að ég tólf ára gömul væri farin að prjóna. Upp frá þessu eyddum við mörgum stundum saman við prjónaskap og margt annað skemmtilegt. Ég lærði mikið af henni í gegnum tíðina. Hún...