Samfélagsmiðlar Gríðarlegur fjöldi fólks fylgist með samfélagsmiðlum á degi hverjum. Þar eru áhrifavaldar oft á tíðum fyrirferðarmiklir.
Samfélagsmiðlar Gríðarlegur fjöldi fólks fylgist með samfélagsmiðlum á degi hverjum. Þar eru áhrifavaldar oft á tíðum fyrirferðarmiklir. — AFP
Aron Þórður Albertsson

[email protected]

„Mér finnst mikilvægt að ekki sé settur sami stimpill á alla áhrifavalda,“ segir Gunnar Birgisson, eigandi framleiðslu- og ráðgjafarfyrirtækisins Swipe Media, um svokallaða áhrifavalda. Með því er átt við einstaklinga sem hafa það að atvinnu að auglýsa vörur og fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Swipe Media er með um tíu slíka á sínum snærum, en allir eru þeir með vinsæla reikninga á samfélagsmiðlinum Instagram.

Að sögn Gunnars hafa áhrifavaldar þurft að þola neikvætt umtal undanfarin misseri. „Sumir áhrifavaldar eru auðvitað mikið á milli tannanna á fólki. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að áhrifavaldar eru mismunandi eins og þeir eru margir. Ekki er hægt að setja þá alla undir sama hatt,“ segir Gunnar og bætir við að trúverðugleiki skipti öllu fyrir áhrifavalda.

Sé hann ekki til staðar verði áhrifavaldar fljótt varir við...