Baksvið

Ágúst Ásgeirsson

[email protected] Hydroxychloroquine, tvíblindar prófanir, afturbatablóðvökvi, hjarðónæmi. Allt vísindaheiti sem dunið hafa á fólki sem fylgifiskur kórónuveirufaraldursins. Hafandi sloppið úr einangrun tilraunastofanna eru þau, ásamt öðrum fyrrum torræðum heitum, á góðri leið með að verða hluti af daglegu málfari fólks og umræðuefni við eldhúsborðið.

Kynni við fag- og fræðiorðin þurfa ekki endilega að leiða til aukins skilnings, ekki síst þegar um flóð nýrra uppgötvana er að ræða. Hvetja sérfræðingar til varfærni. Þegar rannsakendur greinir á um eitthvað eða skipta um skoðun á skilvirkni læknislegrar meðferðar getur rannsóknaraðferðafræði vísindanna ruglað fólk í ríminu, segja þeir. Linnulaus umfjöllun fjölmiðla og samfélagsmiðla allan sólarhringinn eykur vandann, bæta þeir við.

Fjöldi rannsókna á kórónuveirunni nýju og sjúkdómnum sem hún veldur skiptir...