Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Heimilt verður að gefa frá sér ferðagjöf sem stjórnvöld hafa kynnt að standi til boða í sumar. Um er að ræða fimm þúsund króna inneign sem stjórnvöld gefa út til einstaklinga sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Hver einstaklingur má að hámarki greiða með fimmtán ferðagjöfum, alls 75 þúsund krónur. Ferðagjöfin er undanþegin skatti. Þá er hámark á ferðagjafir sem hvert fyrirtæki má taka við. Almennt er það 100 milljónir króna en 25 milljónir hafi fyrirtækið verið metið í rekstrarerfiðleikum um síðustu áramót.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti frumvarp þessa efnis á ríkisstjórnarfundi í gær. Um er að ræða útfærslu á áður boðaðri aðgerð stjórnvalda um 1,5 milljarða króna innspýtingu til að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu.

Hægt verður að nálgast gjafabréfið á ferdalag.is og það...