Við Austurvöll Óskað er eftir því að hafa spa við hlið gamla Víkurgarðs.
Við Austurvöll Óskað er eftir því að hafa spa við hlið gamla Víkurgarðs. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigtryggur Sigtryggsson

Baldur Arnarson

Fordæmalausar aðstæður í ferðaþjónustu kalla á breytta hönnun svonefnds Landsímareits.

Þetta er inntakið í minnisblaði sem Icelandair Group hefur sent Reykjavíkurborg, fyrir hönd Flugleiðahótela og Lindarvatns.

Án breytinga sé hætt við að reksturinn standi ekki undir sér.

Ein viðamesta breytingin sem Lindarvatn vill gera er að 650 fermetra skrifstofurými á 3. og 4. hæð næst NASA að Thorvaldsensstræti 2 verði breytt í hótelherbergi. En bent er á að markaður fyrir skrifstofurými í miðborginni sé að mettast og því sé ekki gurndvöllur fyrir því að innrétta skrifstofur í rýminu.

Við Hörpu er annað lúxushótel í byggingu en vonir eru bundnar við að hótelin tvö muni laða efnaða ferðamenn til landsins. Á þeim verða alls á fimmta hundrað herbergi.