Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Ýmsar breytingar verða gerðar á tengingum við aðra vegi þegar ráðist verður í tvöföldum Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá, Mosfellsbæ og Reykjavík.

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar tvöföldunar en samkvæmt samgönguáætlun er áætlað að framkvæmdir hefjist á öðru tímabili hennar, á árunum 2025-2029. Kaflinn sem verður tvöfaldaður í umræddum áfanga er alls 5,3 kílómetrar auk þess sem gerð verða mislæg vegamót við Breiðholtsbraut, Norðlingavað og Hafravatnsveg.

Einn af þeim vegköflum sem taka munu breytingum er Heiðmerkurvegur. Kannast eflaust margir við teppur sem skapast hafa við vegamótin og hættu sem getur skapast þegar bílar taka vinstri beygju inn á Suðurlandsveg. Lagt er til að eftir tvöföldunina komist umferð frá Reykjavík eftir sem áður með hægri beygju að Heiðmörk og...