Störf Lausnin tryggir enn betri tengsl HÍ og atvinnulífsins.
Störf Lausnin tryggir enn betri tengsl HÍ og atvinnulífsins. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem framleiðir samnefndan ráðningarhugbúnað, og Háskóli Íslands hafa hafið samstarf sem miðar að því að efla tengingu á milli atvinnulífs og nemenda við skólann. Í tilkynningu frá skólanum segir að samstarfið feli í sér að viðskiptavinir 50skills, sem eru margir af stærstu vinnustöðum landsins, geti nú endurbirt störf sín með sjálfvirkum hætti á Tengslatorgi Háskóla Íslands.

Í tilkynningu segir Jónína Kárdal, verkefnisstjóri Tengslatorgsins, að Háskólinn fagni mjög þessu samstarfi. Hún segir að tæknilegar lausnir 50skills tryggi enn betri tengsl atvinnulífsins við stúdenta Háskóla Íslands, og ávinningur sé beggja. „Með þessu samstarfi er leiðin úr námi í starf gerð enn skilvirkari,“ segir Jónína. Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills segist í tilkynningunni vera stoltur yfir að geta lagt lóð á vogarskálarnar í að tengja saman íslenskt atvinnulíf og Háskóla Íslands. Þá segir hann að...