Vilhjálmur Knudsen kvikmyndagerðarmaður er látinn, 76 ára að aldri.

Vilhjálmur fæddist á Bíldudal 14. maí 1944, sonur Ósvaldar Knudsen, málarameistara og kvikmyndagerðarmanns, og Maríu H. Ólafsdóttur listmálara.

Á yngri árum dvaldi Vilhjálmur hjá móður sinni í Kaupmannahöfn, en hún fór þangað í listnám og settist þar að. María skrifaði m.a. bók um ferðalag Vilhjálms, Villi fer til Kaupmannahafnar . María eignaðist tvær dætur í Danmörku, hálfsystur Vilhjálms, Valdísi og Jóhönnu.

Vilhjálmur hóf snemma feril sinn við kvikmyndagerð og var aðeins þrettán ára þegar hann hóf að kvikmynda með föður sínum. Sautján ára gamall hóf Vilhjálmur að sýna kvikmyndir föður síns um land allt á sumrin. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá MR og hóf síðar nám í kvikmyndagerð í London International Film School.

Eftir heimkomu til Íslands var eitt af fyrstu verkum Vilhjálms...